Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru konur með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Tölur úr kjarakönnun RSÍ fyrir árið 2021 sýna að launamunur fyrirfinnst einnig innan raða félaga í RSÍ þó ekki sé hann 21,9% þá er munurinn 3,5% sé skoðuð dagvinna kvenna í RSÍ á móti dagvinnu karla í RSÍ. RSÍ tekur heilshugar undir þá áskorun að leiðrétta skakkt verðmætamat á störfum fólks út frá kyni.