Ágæti félagi

Nú er búið að senda út boð um þátttöku til félagsmanna um þátttöku í kjarakönnun RSÍ 2022, hægt er að taka þátt með því að smella á hlekkinn eða fara inn á „mínar síður“ á vef www.rafis.is

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt sem fyrst og efla þannig kjarabaráttuna og fá marktæk „markaðslaun“ sem skoða má á eftirfarandi slóð inná rafis.is „hver eru launin“ sem verður uppfærð um leið og niðurstöður liggja fyrir. Smella hér

 

Vegleg verðlaun og allir fá 5 punkta umbun í orlofskerfinu

Allir sem ljúka könnuninni eru með í happdrætti og fá auk þess 5 punkta í orlofskerfi RSÍ. Það munar um minna þegar sótt er um orlofshús á sumrin þegar punktafjöldi ræður miklu um úthlutun auk þess sem þeir nýtast jafnframt í vetrarnýtingu. Þetta er nýbreytni og miðar að því að auka þátttöku í könnuninni.

Þegar framkvæmd könnunarinnar er lokið verða dregnir út 15 heppnir þátttakendur. Tíu heppnir þátttakendur fá gjafakort að andvirði 12.000 kr. og fimm heppnir þátttakendur fá tveggja nátta gistingu ásamt morgunverði fyrir tvo hjá Íslandshótelum.

 

Rafiðnaðarsamband Íslands hefur samband við vinningshafa og þú vitjar vinningsins á skrifstofu sambandsins.