Hefur þú rýnt í launakjör þín og í samanburði við félaga í RSÍ? Nú getur þú stillt upp samanburði við þá hópa sem þú vilt bera þig saman við. Ertu að vinna í byggingariðnaði eða í stóriðju? Viltu sjá hvernig laun hjá þínum aldurshópi eru eða þá hver launakjörin eru í hópnum sem er eldri en þú?
Prófaðu endilega launamælaborðið okkar. Þegar niðurstöður launakönnunar októbermánaðar verða aðgengilegar þá fara þær beint inn í launamælaborðið. Við erum að þróa þetta áfram fyrir félagsfólk og allar ábendingareru vel þegnar. Núna eru því tölur fyrir október 2020 og eldri aðgengilegar þar til nýjar tölur berast.
Gallup mun hefja framkvæmd launakönnunar í fyrstu vikunni í október og stendur hún yfir fram í miðjan október. Það skiptir okkur miklu máli að þú takir þátt, því með mikilli og góðri þátttöku þá ertu að hjálpa félögum þínum að bera saman launakjörin og sjá hvort mikið ósamræmi er á milli hópa