Verið er að taka í notkun nýtt og endurbætt vinnsluumhverfi styrkjaumsókna hjá RSÍ. Réttindi félaga til styrkja breytast ekki en umsóknartímabill mun breytast. Fram til þessa hefur verið horft til almanaksársins þegar styrkir eru afgreiddir. Breyting sem tekur gildi 21. október 2021 felur í sér að miðað er við 12 mánaða tímabil óháð almanaksárinu.
Dæmi: Félagsmaður sækir um líkamsræktarstyrk 08.08.2021 sem kemur til greiðslu 31.08.2021. Réttur til að sækja næst um styrk opnast 01.09.2022. Það þýðir að 12 mánuðir þurfa að líða á milli umsókna en réttur miðast við greiðsludagsetningu mánaðar sem greitt er út.
Umsóknir um styrki sem berast frá 21.október 2021 koma til greiðslu 30.11.2021. Réttur til styrks endurnýjast að 12 mánuðum liðnum og þá er aftur hægt að sækja um frá og með 01.12.2022.