Loading Events

Vekjum athygli á að orlofsuppbót greiðist þann 1. júní miðað við starfstíma og starfshlutfall á orlofsárinu. Orlofsuppbót er kr. 56.000 samkvæmt almenna kjarasamningnum. Hvetjum alla til að fylgjast með því að orlofsuppbót sé rétt greidd út miðað við kjarasamning.

Starfsmaður sem vinnur fullt starf og hefur unnið í 45 vikur eða meira á starfsárinu fær greiddar kr 56.000 samkvæmt almenna kjarasamningnum.

Starfsmaður sem hefur unnið í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum samkvæmt almenna kjarasamningnum fær greiddar kr 14.933 (12/45*56.000=14.933).