Loading Events
Opnun tjaldstæða
Tjaldsvæði RSÍ á Skógarnesi A svæðið verður opnað þriðjudaginn 24. maí.
Tjaldsvæði í Miðdal verður ekki opnað fyrr en um mánaðarmótin maí/júní. Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu en unnið hefur verið að endurbótum á þjónustumiðstöðinni.
Greiðslufyrirkomulag á tjaldsvæðunum verður með sama hætti og verið hefur síðustu tvö sumur þar sem greiða þarf fyrirfram fyrir tjaldstæði á orlofsvef RSÍ. Eingöngu verður heimilt að koma sér fyrir á því svæði sem bókað er á orlofsvef.