Sveinalisti
Sveinalisti inniheldur þá einstaklinga sem staðist hafa sveinspróf eða hafa fengið sveinsréttindi metin í gegnum Menntamálaráðuneyti. Greinar á listanum eru: Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, símsmíði, skrifsvélavirkjun og útvarpsvirkjun. Auk þess eru þeir sem eru með löggildingu frá Mannvirkjastofnun á listanum. Nánar um löggildingu. Listinn er sóttur í gagnagrunn Menntamálaráðuneytis.
Þau sem óska eftir að nafn þeirra fari á listann er bent á að hafa samband við adam@rafis.is. Til að fjarlægja nafn af listanum er farið inn á “Mínar síður” og afskráð.
Í iðnaðarlögum er það skýrt að þær greinar sem njóta lögverndun mega einir þeir sem hafa unnið sér inn rétt til vinna við þær greinar, meistari, sveinn og nemi á samning og að löggiltur meistari skal veita forstöðu, sjá betur hér og hér