Veikindaréttur sem tryggður er í kjarasamningi byggir nær oftast á því hversu lengi starfsmaður hefur unnið hjá viðkomandi fyrirtæki. Þegar veikindaréttur er fullnýttur, gefst möguleiki á að sækja um sjúkradagpeninga hjá RSÍ ef veikindi standa yfir lengur en veikindaréttur sem tryggður er í kjarasamningi.
Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022
8.1.1. Starfsmaður ávinnur sér rétt til launa í veikinda- og slysa-forföllum sem hér segir:
Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á föstum launum fyrir hvern unninn mánuð.
Eftir eins árs samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á föstum launum.
Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, tveir mánuðir á föstum launum.
Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda tveir mánuðir á föstum launum og einn mánuður á dagvinnu-launum.
8.1.2. Heildarréttur á 12 mánaða tímabili
Réttur til launa vegna veikinda- og slysaforfalla skv. gr. 8.1.1. er heildarréttur á 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar veikinda.
Skýring:
Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning.
8.1.3. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar
Forfallist starfsmaður af völdum slyss við vinnuna eða slasast á beinni leið til eða frá vinnustað og eins ef starfsmaður veikist af atvinnusjúkdómi, skal hann halda dagvinnulaunum í þrjá mánuði umfram það sem um er getið í gr. 8.1.1. Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 47
Skýring:
Óvinnufærni af völdum slyss getur hvort heldur komið fram strax eftir slys eða síðar. Um sönnun og orsakatengsl fer samkvæmt almennum reglum.
Ofangreindur réttur er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmannsins.
8.1.4. Launahugtök
Föst laun
Með föstum launum er átt við dagvinnulaun auk fastrar reglu-bundinnar yfirvinnu. Yfirvinna í skilningi þessarar greinar telst föst og reglubundin hafi hún verið samfelld síðustu fjóra mánuði.
Dagvinnulaun
Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.
8.1.5. Veikindaréttur starfsmanna í ákvæðisvinnu
Föst laun starfsmanna í ákvæðisvinnu, í skilningi greinar 8.1.4., er fast tímakaup hans, dagvinnutímakaup og yfirvinnutímakaup ef við á. Til viðbótar þeim rétti er aukinn veikindaréttur skv. gr. 1.8., lið 6.0., og telst það vera fullnaðargreiðsla vegna veikinda- og slysaréttar ákvæðisvinnumanna.
8.1.6. Flutningur áunninna réttinda
Starfsmaður sem öðlast hefur tveggja mánaða veikindarétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda og ræður sig innan 12 mánaða hjá öðrum atvinnurekanda heldur föstum launum í 10 daga enda hafi starfslok hjá fyrri atvinnu-rekanda verið með eðlilegum hætti. Betri rétt öðlast starfs-maður eftir sex mánaða samfellt starf hjá nýjum atvinnu-rekanda sbr. gr. 8.1.1.
Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda heldur með sömu skilyrðum rétti til fastra launa í einn mánuð ráði hann sig til annars atvinnurekanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýjum atvinnurekanda sbr. gr. 8.1.1.
8.1.7. Læknisvottorð
Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs er sýni að starfs-maður hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 48
Vinnuveitandi greiði læknisvottorð, að því tilskildu að veikindi hafi verið tilkynnt vinnuveitanda þegar við upphaf veikinda.