Í kjarasamningi RSÍ og SA/SART  2019-2022 er fjallað um matar- og kaffitíma í yfirvinnu.

3.1.2. Matar- og kaffitímar í yfirvinnu

Matarhlé í yfirvinnu er kl. 19:00 – 20:00. (Gildir frá og með 1. apríl 2020: Þar sem neysluhlé hafa verið stytt eða aflögð og viðverutími á vinnustað styttur af þeim sökum getur kvöldmatarhlé færst fram allt til kl. 18:00 enda sé þá tekið matarhlé og vinnu fram haldið að hléi loknu.) Matartími að nóttu skal vera kl. 03:00 til 04:00. Kaffihlé í yfirvinnu er kl. 22:30 – 22:50 og kl. 06:30 – 06:50.

Öll matar- og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu greiðast sem vinnutími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri sem unninn. Um lengd neysluhléa um helgar fer með sama hætti og virka daga.