Laugardaginn 2. október, verður skotmót Rafiðnaðarsambands Íslands haldið á skotsvæði SR á Álfsnesi.
Skotnir verða þrír hringir á Skeet velli og einnig úr riffilhúsi af 100m og 200m færi á hreindýraprófs skotmörk.
- Skeet mót:
Mæting er kl 10:00 og keppni byrjar kl 10:30
Skotið á velli 3. og 4. Vanir skjóta skeet á velli 3. og óvanir skjóta á velli 4. með hægari dúfur. (eingöngu stakar dúfur)
Reiknað með að þetta klárist um kl 13:00 með verðlauna afhendingu
Þátttökugjald er kr. 2.000 - Rifill mót: (ekki fyrir .22LR aðeins miðkveikt)
Mæting kl 13:30 og keppni byrjar kl 14:00
Skotið verður á hreindýraprófs skotmörk á 100m og 200m færi. Fimm skot á hverja skífu á tíma.
Reiknað með að þetta klárist um kl 15:30 með verðlauna afhendingu.
Þátttökugjald er kr. 2.000
Síðasti skráningardagur er miðvikudag 28. september og skal borga skráningargjald í síðasta lagi þann dag.