Á vef ASÍ hafa verið teknar saman upplýsingar fyrir launafólk um sóttkví.

Um sóttkví gilda lög um laun í sóttkví sem sett voru á grundvelli þríhliða samkomulags ASÍ, SA og ríkisins. Meginreglan er sú að atvinnurekanda ber að greiða laun til starfsmanna sinna sem fara í sóttkví og getur sótt um aðstoð stjórnvalda til að standa straum af þessum launagreiðslum. Tímabil aðstoðarinnar miðast við sóttkví frá 1. febrúar 2020 til og með 31. desember 2021.

Þeir einstaklingar sem þurfa að sæta sóttkví við heimkomu frá útlöndum í samræmi við fyrirkomulag sem tók gildi 19. ágúst sl. verða skráðir á sóttkvíarskrá af sóttvarnaryfirvöldum.
Að öðrum skilyrðum uppfylltum geta þeir einstaklingar því sótt um greiðslur í sóttkví. Rétt er þó að taka fram að þeir einstaklingar sem vissu eða máttu vita að þeir yrðu sendir í sóttkví áður en haldið var utan, eiga ekki rétt á greiðslum vegna sóttkvíar.

Nánari upplýsingar um sóttkví á vef ASÍ

Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki með einkenni. Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Smitgát er notuð þegar einstaklingur hefur fengið tilkynningu um mögulega útsetningu fyrir COVID-19 en ekki er talin þörf á sóttkví.

https://www.covid.is/flokkar/sottkvi