Atkvæðagreiðslu um kjarasamning sem RSÍ ásamt öðrum stéttarfélögum gera við Elkem Ísland á Grundartanga lauk í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslu var tæp 72% og var samningurinn samþykktur með rétt tæpum 60% greiddra atkvæða.
Á kjörskrá voru 103
Þeir sem kusu voru 74 eða 71,84%
Af þeim sem kusu sögðu 44 já eða 59,46%
Af þeim sem kusu sögðu 29 nei eða 39,19
Auður og ógildir voru 1 eða 1,35%
Samningurinn telst því samþykktur.