Loading Events

Fagfélögin í Húsi fagfélaganna standa þann 28. nóvember næstkomandi fyrir námskeiði um lífeyrismál og starfslok. Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka.

Björg Berg Gunnarsson hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum.

Námskeiðið, sem hefst klukkan 18 og stendur yfir til klukkan 21, verður haldið á Stórhöfða 29-31 en gengið er inn Grafarvogsmegin.

Skráning á námskeiðið fer fram í síma 5 400 100 eða á mottakan@fagfelogin.is.