Námskeið fyrir trúnaðarmenn
05/10/2023 - 06/10/2023
Námskeið fyrir trúnaðarmenn félaga í Húsi fagfélaganna verða haldin á Stórhöfða 29-31 dagana 5. og 6. október.
Farið er í grunntölur launa, útreikninga á launaliðum, mikilvægi launaseðla og kunnáttu að yfirfara þá. Nemendur læra helstu deilitölur launaútreikninga og verkefni námskeiðsins felst í að reikna heil mánaðarlaun frá grunni.
Einnig er farið í uppbyggingu almannatryggingakerfisins og hlutverk lífeyrissjóða. Skoðað er samspil þessara stoða velferðakerfisins.
Þessi námskeið teljast til þriðja hluta.
Nemendur þurfa að skrá sig inn á innri vef Félagsmálaskólans, www.felagsmalaskoli.is Stofna þarf aðgang í skráningunni með netfangi og lykilorði sem veitir aðgang að námsvef/Learncove. Þar sækja nemendur þau námsgögn sem notuð eru fyrir hvern námsþátt.
Á innri vef fara fram samskipti nemenda og leiðbeinenda. Nemendur munu geta fylgst með námsframvindu sinni inni á innri vef skólans. Þar munu þeir einnig sækja viðurkenningarskjölin að námskeiðið loknu.
Munið að nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa meðferðis fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma á námskeiðin.
Athugið að skráningu lýkur u.þ.b. viku fyrir fyrsta námskeiðsdag.