Loading Events

Fagfélögin standa þann 8. febrúar næstkomandi fyrir fjarnámskeiði um lífeyrismál og starfslok. Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka.

Björg Berg Gunnarsson kennir námskeiðið. Björn hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum. Hann hefur þegar haldið nokkur staðnámskeið fyrir Fagfélögin á Stórhöfða.

Námskeiðið er að þessu sinni haldið í gegn um fjarfund. Hlekkur verður sendur á skráða þátttakendur. Ekki er nauðsynlegt að sækja sérstakan hugbúnað til að opna fundinn. Hann opnast t.d. í Chrome í öðrum netvöfrum.

Þátttökufjöldi verður takmarkaður við 60. Það er gert til að tryggja að allir sem vilja komist að í umræðum.

Nauðsynlegt er þess vegna að fólk skrái þátttöku hér.