Rétt til úthlutunar orlofshúsa eiga allir félagsmenn í RSÍ, sem greiða til sjóðsins samkvæmt 3. grein Orlofssjóðs RSÍ 1) og 2), og :

  • a. hafa greitt í að minnsta kosti 6 mánuði áður en þeir eiga möguleika á leigu orlofshúsa eða íbúða eða
  • b. voru fullgildir félagsmenn og fóru til vinnu á Norðurlöndum og höfðu greitt í Rafiðnaðarsamband viðkomandi lands, skulu við heimkomu njóta fullra réttinda hjá RSÍ að því tilskildu að greiðslur iðgjalda hefjist eigi síðar en þremur mánuðum frá síðustu greiðslu í norræna félagið. Viðkomandi félagsmaður þarf að leggja fram staðfestingu frá því félagi sem hann greiddi til á Norðurlöndum.

Réttur til úthlutunar er ákvarðaður af punktakerfi og myndast þannig að félagsmenn ávinna sér einn punkt fyrir hvern mánuð sem þeir greiða til RSÍ, þ.e. 12 punkta á ári.


Orlofssjóður RSÍ, 3. grein:

  1. Iðgjöld atvinnurekenda samkvæmt samningum, a.m.k. 0,25% af heildarlaunum sjóðfélaga.
  2. Iðgjöld sjóðfélaga eins og þau eru ákveðin á þingi eða sambandsstjórnarfundum RSÍ hverju sinni.

Var efnið hjálplegt?