Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu RSÍ lokuð um óákveðinn tíma. Við munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og mögulegt er í gegnum síma og tölvupóst. Við hvetjum félagsmenn til að notfæra sér þær samskiptaleiðir. Minnum einnig á „mínar síður„ þar sem hægt er að sækja um styrki og fylgjast með greiðslum félagsgjalda sem okkur berast.
Ef mál eru þess eðlis að félagsmaður þarf að hitta starfsmann þarf að hafa samband við starfsmann til að finna tíma. Í þeim tilvikum er nauðsynlegt að nota grímur og hanska.
Símanúmer og netföng starfsmanna eru smella hér
Sími 5400100
Þjónusta Virk verður með óbreyttu sniði eins og kostur er.