Á samráðsfundum atvinnulífsins um Covid 19 faraldurinn í dag, 16. febrúar, voru veittar upplýsingar um stöðuna um allan heim og sjá má á mynd með fréttinni. Upplýsingar breytast þarna a.m.k. vikulega og eru fáanlegar hér.

Fréttir af breytingum á landamærum voru í fjölmiðlum í dag en breytingar eru í skoðun sérstaklega þær sem taka gildi í maí  þegar núverandi reglugerð rennur sitt skeið.

Mikið var rætt um bólusetningar og gang mála þar. Í því samhengi var birt tafla um mögulegar aukaverkanir bóluefna. Bent var á að þar sem aukaverkanir gætu komið fram væri gott að hafa í huga að í stórum fyrirtækjum/stofnunum gætu margir starfsmenn fundið fyrir þeim á sama tíma, ef stórir hópar eru boðaðir samtímis í bólusetningu. Ekkert mælti á móti því að fólk tæki verkjastillandi lyf vegna aukaverkana. Nánar um bólusetningar hér á covid.is

Áherslur fyrir vinnustaði á næstu vikum:

  • Grímunotkun:  Þeir sem hafa fengið Covid eru undanþegnir gímunotkun og einnig þeir sem ekki geta notað grímu vegna heilsu eða þroskahömlunar. Bólusettir einstaklingar þurfa áfram að nota grímur.
  • Langar vinnuferðir – Fólk er hvatt til að fara í skimun áður en ferð hefst.
  • Fólk sem eru að koma til landsins eftir leyfi í útlöndum verða að fara í heimkomusóttkví og það má ekki sækja þá á flugvöllinn.
  • Vinnusóttkví er aðeins veitt til verkefna er varða mikilvæga innviði og skylda að virkja allar mótvægisaðgerðir.
  • Sóttvarnalæknir mælir ekki með ónauðsynlegum ferðum til útlanda. Kynnið ykkur reglur á landamærum móttökulands áður en haldið er af stað.
  • Kynnið ykkur kröfur og gagnsemi hraðgreiningarprófa ef nauðsyn krefur og dvelja þarf lengi fjarri heilbrigðisþjónustu.

Einnig var rætt um hraðgreiningar/skyndipróf sem lesa má nánar um hér en miklar vonir eru bundnar við þessa tegund prófa í framhaldinu.

 

Öskudagur verður með öðru sniði um þessar mundir eins og svo margt annað, en verslunarmiðstöðvar munu ekki taka á móti börnum þetta árið!

Öskudagur-Covid-Veggspjald