Áfram er mikilvægast í Covid faraldrinum að gæta vel að einstaklinssmitvörnum. Það er talin lang öruggasta leiðin til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Við erum öll almannavarnir!
- Minnt er á ítarlegar leiðbeingar til almennings um heimasóttkví! Leiðbeiningar Landlæknis eru hér!
- Fram hefur komið hversu mikilvægt er að loftgæði séu mikil og að þurrt loft er vinur veirunnar. 40-60% raki er æskilegur og nauðsynlegt að fylgjast vel með því þegar kólna fer í veðri og loft innandyra verður þurrara með meiri kyndingu. Minnt er á mikilvægi þess að lofta út 2x á dag í ca. 10-15 mínútur hverju sinni.
- Fólk er hvatt til að fara varlega, Landspítalinn tekur ekki endalaust við.
Enn gildir eftirfarandi:
- 20 manna hámark í hverju sóttvarnarými .
- Ef þið vinnið samkvæmt undanþágu, þá tryggið sóttvarnir og samfelldan rekstur samkvæmt gátlista.
- Handþvottur og 1 metra regla 2 metrar á höfuðborgarsvæðinu.
- Hvetjð starfsfólk til að vinna heima ef hægt er og fara varlega innan sem utan vinnustaðar.
- Forðist margmenni.
- Ef einkenni, þá farið strax út af vinnustaðnum og farið í einangrun.
- Haldið fjarfundi, virðið nándarreglu.
- Notið grímur ef loftgæði eru ekki góð og ekki hægt að virða nándarmörk.
- Grímuskylda í strætó.
- Lítið gagn af hönskum nema við sérstakar aðstæður þegar þrífa þarf mengað yfirborð.
- Ekki ferðast til / frá höfuðborginni.
Undanþágur
Reglugerðin sem gefin var út 4. október um hertar aðgerðir vegna Covid-19 tekur einnig á undanþágum:
Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkun á samkomum vegna sam
félagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast, svo sem á sviði raforku, fjarskipta, samgangna, sorphirðu, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga, hjálparliðs almannavarna eða slökkviliða. Hið sama á við vegna kerfislega og efnahagslega mikilvægrar starfsemi, svo sem til að tryggja fæðuöryggi, dreifingu nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Enn fremur getur ráðherra veitt undanþágu vegna starfa Alþingis, dómstóla og stjórnsýslu.
Við veitingu undanþága skal leitast við að grípa til annarra aðgerða þannig að gætt sé að smitvörnum eins og kostur er.
Fram hefur komið að vinnuhópar sem starfa við ofangreindar atvinnugreinar og þurfa að fara í vinnuferðir fjarri heimili gildi það sama og um áhafnir skipa og flugvéla, fara þarf í skimun á næstu heilsugæslu bíða í sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir og þá fyrst fara af stað í vinnuferð. Er þá um einkennalausar skimanir að ræða.
Einkennalausar skimanir
- Mælst er til að einstaklingar/hópar sem fara í vinnuferðir sem vara lengur en 5 daga og ferð til heilbrigðisþjónustunnar tekur meira en 8 klst., verði skimaðir fyrir SARS-CoV-19 með PCR fyrir ferð.
- Að lokinni skimun og neikvæðri niðurstöðu skal starfsmaður haga sér sem hann væri í sóttkví þar til vinnuferðin hefst.