Strákar, fylgjum fyrirmælum!

Á samráðsfundi Landlæknis og viðbragðsaðila í morgun um leiðbeiningar vegna Covid-19 kom fram að Covidþreyta er víða komin upp, sem lýsir sér meðal annars í því að fólk fer síður eftir leiðbeiningum eða reglum sem settar hafa verið í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu veirunnar. Því miður stendur karlpeningurinn sig mun verr en konurnar í þessum efnum. Þar sem um 90% félaga í Rafiðnaðarsambandi Íslands eru karlmenn þá tökum við það til okkar að miðla þessum mikilvægu staðreyndum og skorum á okkur sjálf að taka alvarlega þessari stöðu sem upp er komin.

Rekum af okkur slyðruorðið – förum eftir leiðbeiningunum!

Við erum öll almannavarnir!


Undanþágur

Reglugerðin sem gefin var út s.l. sunnudag um hertar aðgerðir vegna Covid-19 tekur einnig á undanþágum:

Ráðherra getur veitt undanþágu frá takmörkun á samkomum vegna samfélagslega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast, svo sem á sviði raforku, fjarskipta, samgangna, sorphirðu, heil­brigðis­starfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga, hjálparliðs almannavarna eða slökkviliða. Hið sama á við vegna kerfislega og efnahagslega mikilvægrar starfsemi, svo sem til að tryggja fæðuöryggi, dreifingu nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi. Enn fremur getur ráðherra veitt undanþágu vegna starfa Alþingis, dómstóla og stjórnsýslu.

Við veitingu undanþága skal leitast við að grípa til annarra aðgerða þannig að gætt sé að smit­vörnum eins og kostur er.

Á fundinum í morgun kom fram að vinnuhópar sem starfa við ofangreindar atvinnugreinar og þurfa að fara í vinnuferðir fjarri heimili gildi það sama og um áhafnir skipa og flugvéla, fara þarf í skimun á næstu heilsugæslu bíða í sóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir og þá fyrst fara af stað í vinnuferð. Er þá um einkennalausar skimanir að ræða.

Einkennalausar skimanir

  • Mælst er til að einstaklingar/hópar sem fara í vinnuferðir sem vara lengur en 5 daga og ferð til heilbrigðisþjónustunnar tekur meira en 8 klst., verði skimaðir fyrir SARS-CoV-19 með PCR fyrir ferð.
  • Að lokinni skimun og neikvæðri niðurstöðu skal starfsmaður haga sér sem hann væri í sóttkví þar til vinnuferðin hefst.

Helstu áherslur dagsins: