Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 ítrekum við að ekki er heimilt að nýta orlofshús og íbúðir RSÍ fyrir sóttkví eða einangrun þegar um smit vegna Covid-19 er að ræða. Ef upp koma veikindi, staðfest covid-19 smit eða tilmæli um sóttkví á meðan á dvöl stendur er mikilvægt að láta skrifstofu RSÍ vita til að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Þeir sem eiga bókað orlofshús /orlofsíbúð á næstu dögum og treysta sér ekki til að fara geta fengið leiguna endurgreidda.