-
- Minnum á að það er einungis þegar grímurnar eru notaðar rétt, sem þær gera gagn!
Grímur eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir, og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar og annarra sóttvarna.
Það er nauðsynlegt að nota grímuna rétt, annars gerir hún ekkert gagn og veitir falskt öryggi.
Gríman þarf að hylja bæði munn og nef til að stöðva dropasmit.
Einnota gríma dugar í þrjá til fjóra tíma, eða þar til hún er orðin rakamettuð. Þá þarf að henda henni og setja upp nýja. Margnota grímur þarf að þvo minnst daglega.
Það er mikilvægt að snerta grímurnar sem minnst og þvo hendur eða sótthreinsa eftir snertingu.
Þannig koma grímurnar að mestu gagni.
Við erum öll almannavarnir