Við biðjum þá félagsmenn okkar sem hafa orðið fyrir skerðingu á starfshlutfalli að huga vel að réttindum sínum og þeim vinnutímafjölda sem ber að skila í samræmi við skert starfshlutfall. Ef um er að ræða minnkað starfshlutfall, en vinnutímafjöldi hærri en vinnuskylda samkvæmt breyttu starfshlutfalli þá ber vinnuveitanda að greiða laun fyrir unninn tíma.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband við skrifstofu sambandsins ef þörf er á frekari útskýringum eða þið teljið brotið  á rétti ykkar.

Þeir félagsmenn sem sækja um atvinnuleysisbætur geta óskað eftir því að greiða félagsgjald til síns stéttarfélags. En það þarf að sækja um það sérstaklega, það gerist ekki sjálfkrafa. Allir okkar félagsmenn sem sækja um atvinnuleysisbætur halda fullum rétti hjá sínu félagi ef valið er að greiða áfram til Rafiðnaðarsambands Íslands . Ef einhver gleymdi að óska eftir  þessu þá er hægt að fara aftur  inn í umsóknina og gera breytingar.

Í þessu sambandi vekjum við einnig athygli á verkefninu, ekkertsvindl.isVerum vakandi yfir réttindum okkar og  látum vita ef verið er að brjóta á réttindum annarra.