Við viljum vekja athygli á frétt á heimasíðu sjóðsins vegna lokunar á umsóknir um endurfjármögnun lána hjá Birtu.

Um tímabundna ráðstöfun er að ræða vegna álags er fylgir greiðsluerfiðleikaúrræðum ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 faraldurs.

Sjóðfélagar eru beðnir um að sýna biðlund, tilkynnt verður á heimasíður sjóðsins þegar opnað verður aftur fyrir umsóknir um endurfjármagnanir. Áfram verður opið fyrir lánsumsóknir vegna fasteignakaupa.

Nánar um úrræði vegna faraldursins hjá Birtu