Á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl síðastliðinn svaraði Víðir játandi þeirri spurningu hvort stéttarfélög ættu að afturkalla leigu á orlofshúsum sínum.
Vegna þessa hefur Rafiðnaðarsamband Íslands ákveðið að loka öllum orlofshúsum og íbúðum og afturkalla allar leigur frá 06.04.-04.05.2020.
Eins og landsmenn allir fylgjumst við vel með stöðunni og munum upplýsa um frekari breytingar komi þær til.
Leigur vegna þessa verða allar endurgreiddar að fullu og orlofspunktar bakfærðir. Leiguupphæð verður bakfærð á það kort sem leigan var greidd með.
Ef þið hafið spurningar ekki hika við að hafa samband í síma 540-0100, 540-0140 (Hrönn) og 540-0122 (Sigrún).
Fréttin hefur verið uppfærð.