Alþingi hefur samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir.

Gildissvið laganna er í meginatriðum tvíþætt og tekur til launagreiðslna vegna:

  1. Launafólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til og með 30 apríl 2020.
  2. Barna sem sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
    Meginreglan verður sú að vinnuveitendur haldi áfram að greiða laun en ríkið endurgreiði þeim allt nema launatengdu gjöldin. Greiði vinnuveitandi ekki laun meðan á sóttkví stendur geta einstaklingar sótt sjálfir um greiðslur. Lögin gera einnig ráð fyrir að sjálfstætt starfandi einstaklingar í sóttkví geti átt sambærilegan rétt og launafólk.
    Ef starfsmaður í sóttkví sinnir sínu starfi í fjarvinnu mun eðlilega ekki koma til endurgreiðslu en geti hann einungis sinnt starfi sínu að hluta í fjarvinnu þarf að meta eðlilegt hlutfall endurgreiðslu.

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laganna. Unnið er að tæknilegum lausnum vegna greiðslna í sóttkví, sem verður hægt að sækja um hér.