Fréttir frá 2022

01 18. 2022

Launahækkun almenns kjarasamnings RSÍ

 

Breytingar 2022 1300x400 3

Ert þú að velta fyrir þér hvernig launahækkun um áramótin á að skila sér til þín?

Ef þú ert á kjarasamningi RSÍ-SA/SART þá er tilvalið fyrir þig að kíkja á reiknivélina og sjá hvernig launin þín eru í samanburði við lágmarkstaxta kjarasamningsins. 

Launahækkanir eru tvíþættar, annars vegar er almenn launahækkun upp á 17.250 kr. til þeirra sem eru yfir lágmarkslaunum og hins vegar er sérstakar taxtahækkanir á lágmarkstöxtum og launatöflum kjarasamninga upp á 25.000 kr.. Reiknivélin sýnir þér ef þú þarft sérstaka hækkun vegna breytinga á lágmarkstaxta.

Kynntu þér málið og hafðu samband við skrifstofu RSÍ ef þú þarft aðstoð í kjölfarið.

Reiknivélin (smella hér)

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?