Loading Events
Fjölskylduhátíð RSÍ verður haldin helgina 17.-19. júní á Skógarnesi eftir 2ja ára hlé af ástæðu sem allir þekkja. Við erum farin að hlakka til og vonumst til að sjá sem flesta. Að venju verður fjölbreytt dagskrá sem ætti að höfða til allra aldurshópa. Jón Jónsson tónlistarmaður kemur á svæðið og skemmtir gestum á laugardagskvöldinu.
Skipulag tjaldsvæða verður óhefðbundið þessa daga, ekki verður hægt að bóka fyrirfram stæði eins og venjulega og óheimilt að taka frá stæði. Frítt verður fyrir félagsmenn á tjaldsvæði en gestir greiða hefðbundið gjald kr. 3.100 per sólarhring, greiða þarf áður en farið er inn á svæðið.  Hverjum félagsmanni er heimilt að taka með sér gesti, 2 einingar.
Vekjum sérstaka athygli á því að tjaldsvæði verður einnig opið í Miðdal og boðið verður upp á rútuferðir á milli svæða ef þörf er á slíku.