Orlofssvæðið á Skógarnesi við Apavatn Upplýsingar um veður (smella hér)
Á Skógarnesi við Apavatn er eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins. Svæðið er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands.
Uppbygging svæðisins hefur staðið yfir undanfarin ár og er sífellt að breytast.
Svæðið er eingöngu ætlað félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins og gestum þeirra. Gildir það jafnt um tjaldsvæðið og orlofshúsin.
Úrdráttur úr reglum tjaldsvæðisins á Skógarnesi:
Verðlisti á tjaldstæðið sumarið 2018
Gisting | Verð | |
Félagsmaður og maki | 500 kr. | pr. einstakling/nótt |
Börn 13 - 18 ára | 200 kr. | pr. einstakling/nótt |
Börn 12 ára og yngri | 0 kr. | pr. einstakling/nótt |
Gestir félagsmanns | ||
Fullorðnir | 1.100 kr. | pr. einstakling/nótt |
Börn 13 - 18 ára | 500 kr. | pr. einstakling/nótt |
Börn 12 ára og yngri | 0 kr. | pr. einstakling/nótt |
Rafmagn | ||
Rafmagn | 700 kr. | á sólarhring/nótt |
Verðskrá þessi gildir jafnt fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Á svæðinu er glæsilegt og skjólgott tjaldsvæði búið öllum þeim þægindum sem hægt er að bjóða á tjaldsvæði s.s.
snyrtingar, sturtur, gasgrill, útivaskar undir þaki, heitt og kalt vatn, sjónvarpsskáli, leiktæki, körfu, fótboltavellir, púttvöllur og 9 holu par 3 golfvöllur, 100fm blöðru-trambólin ofl. ofl.
Veiði er leyfð í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi.
Á sumrin er hægt að fá lánaðan bát hjá umsjónarmanni.
Tjaldsvæðið er opið frá hvítasunnu og út september ár hvert, fer þó eftir veðri og frosti í jörðu á vorin.
Nokkur ummæli félagsmanna:
„ Við fjölskyldan erum helst um hverja helgi á tjaldsvæðinu sem ég fullyrði að er það besta á landinu"
„Frábært svæði, krakkarnir vilja ekki fara annað í útilegu og helst um hverja helgi"
„Aðstaðan er glæsileg þarna, maður fyllist stolti að vera hluti af þessu"
Olofshúsin á svæðinu eru 15 talsins og í þremur stærðum, 270fm, 90fm og 55fm.
Öll húsin eru glæsileg með svefnplássi frá 5 til 10 manns.
Í „Stóra húsinu" eru 6 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 28 manns í rúmum.
Orðaleikur Skógarnesi
Svör:
Þúfa
Æði margir auðlegð af mér reyttu.
Seppunum ég þjóna þótti.
Þúfnabani á mig sótti.
Fé-þúfa
Hunda-þúfa
Tún-þúfa
Bjór
Mér er oft úr hálsi í hálsa helt, því miður.
Að elta mig var áður siður.
Í ólar var ég ristur niður.
Flösku-bjór
Skinn-bjór
Leður/sel-bjór
Borð
Á mig er raðað mönnum hér af mörgum stéttum.
Salt ég verð af sjávarskvettum.
Svigna undan dýrum réttum.
Tafl-borð
Fjöru-borð
Matar-borð
Gámur
Með hina og aðra hluti milli hafna fer ég.
Matinn ört að munni ber ég.
Meðal jólasveina er ég.
Flutninga-gámur
Matar-gámur
Skyr-gámur
Stöng
Ég á merki allra þjóða uppi að bera.
Stökkmenn oft ég upp get hafið.
Ég er býli úr rústum grafið.
Fána-stöng
Stangarstökks-stöng
Eyðibýlið-stöng
Teinn
Um mig snældur öðru hvoru eru að snúast.
Ég varð góða Baldri að bana.
Úr brúnni skamma ég hásetana.
Snældu-teinn
Mistil-teinn
Kaf-teinn
Hryggur
Hér og hvar um hálendið er hægt að sjá mig.
Í Staðarsveit þú um mig ekur.
Á mér í sauðarbaki tekur.
Fjalls-hryggur
Öldu-hryggur
Sauðar(spjald)-hryggur
Tröð
Mig hefur nagað fjöldi fjár og fótum troðið.
Ég var leið frá hliði að hlaði.
Hjá þér veld ég svitabaði.
Fjár (ör)-tröð
Heimreiðar-tröð
Mar-tröð
Grind
Vatnsföturnar voru mér til vinstri og hægri.
Í heimreiðum ég hlýt að vera.
Hold þitt verð ég allt að bera.
Vatnsburðar-grind
Hlið-grind
Beina-grind
Bjarg
Ég er veiðiaðferð, sem ótta vekur.
Að frændum dreg ég forða og vinum.
Frægur bær í Miðfirðinum.
Bjarg-sig
Bjarg-vættur
Bærinn - Bjarg