Fréttir frá 2021

01 3. 2022

Ákvæðisvinnueining hækkar sérstaklega vegna vinnutímastyttingar

atkvaedisvinnustofa

Um áramótin hækkaði ákvæðisvinnueiningin aukalega um 2,07%, vegna vinnutímastyttingarinnar, til viðbótar við áður umsamda launahækkun upp á 2,7%. Ákvæðiseining er því amk 716,28 kr. frá og með 1.1.2022. Þess ber þó að geta að samningsaðilar munu fara yfir forsendur og áhrif vinnutímastyttingar á ákvæðisvinnuna í janúar og í kjölfarið getur ákvæðisvinnueining tekið breytingum til hækkunar og verður það tilkynnt sérstaklega fari svo að hún taki meiri breytingum. Ný upphæð miðar við virkan vinnutíma upp á 36 klst 15 mínútur á viku.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?