Fréttir frá 2021

10 29. 2021

Ályktun trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ 2021

rafidnadarsambandid2

 

Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ mótmælir sölu mikilvægra innviða þjóðarinnar til einkaaðila.

 Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ hvetur stjórnvöld til þess að tryggja að samfélagslega mikilvægir innviðir verði allir í innlendri og samfélagslegri eigu. Grunnfjarskiptanet landsins á ekki að reka með hagnaðarsjónarmiði einkaaðila. Fyrir því eru fjölmörg rök sem snúa að öryggi og verðmæti þjónustu.

 Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ mótmælir því sölu á Mílu ehf. til erlendra fjárfestingarsjóða og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að grípa inn í þessa fyrirhuguðu sölu og tryggja að þessir mikilvægu innviðir verði í innlendri samfélagslegri eign. Jafnframt teljum við að íslenska ríkinu beri að tryggja að aðrir sambærilegir innviðir, s.s. raforkudreifikerfi, haldist áfram í samfélagslegri eigu.

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?