Fréttir frá 2006

12 21. 2006

Jóla og áramótakveðjur

Hvaða leið eigum við að fara ?  Í ævintýrinu um Lísu í Undralandi kemur hún að gatnamótum og spurði kött sem þar staddur; ?Getur þú nokkuð verið svo vinsamlegur að segja mér hvaða leið ég á að fara?? Kötturinn svaraði um hæl; ?Já, það fer nú heilmikið eftir því hvert þú vilt fara.? Lísa svaraði ?Æi, það skiptir ekki svo miklu máli hvert ég fer!? Þá svaraði kötturinn sposkur;? Nú, þá skiptir heldur ekki máli hvaða leið þú velur!?      Lífið er fullt af áskorunum og viðfangsefnum, til að ná árangri og lífsfyllingu verðum við að gera upp við okkur hvert viljum stefna. Of oft gerum við það án þess að leggja nokkurt mat á hvert við stefnum og hvað við þurfum að forðast. Hamingjan er ekki við næstu gatnamót og við þurfum ekki að fara langar leiðir til að finna hana. Hún er við hlið þér, felst í þeirri ákvörðun að njóta hennar.   Framtíðin er nokkuð sem maður nær með 60 mínútna hraða á klukkustund, sama hversu gamall þú ert. Ekki dreyma um framtíðina, hún gefur þér ekki hið liðna aftur, hún byrjar í næsta skrefi.   Rafiðnaðarsambandið sendir öllum lesendum heimasíðunnar innilegar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?