Fréttir frá 2021

10 5. 2021

Þín þátttaka skiptir máli - launakönnun 2021

GallupNú leitum við til ykkar kæru félagar! Árleg launakönnun er að hefjast en hún er líkt og síðustu ár framkvæmd af Gallup. Niðurstöður launakönnunar eru ópersónugreinanlegar.  Þær upplýsingar eru mjög mikilvægar fyrir félagsfólk í aðildarfélögum RSÍ enda veitir könnunin mikilvægar upplýsingar fyrir okkur öll til að sjá hver markaðslaun eru og hvar þið standið í dagvinnulaunum eða öðrum kjörum. Niðurstöður verða meðal annars aðgengilegar í launamælaborði RSÍ, „Markaðslaunum“, á heimasíðunni.

Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með skilaboðum frá Gallup þar sem aðgengi er veitt að könnuninni. Jafnframt er mögulegt að fara inn á „Mínar síður“ hér á www.rafis.is og taka þátt í gegnum þær þegar launakönnun er byrjuð.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?