Fréttir frá 2021

02 14. 2021

Kynningarfundir hjá Alcoa, kauptaxtaskrá RSÍ og vinnutímastytting

rafidnadarsambandid2Undir lok síðustu viku var skrifað undir kjarasamning við Alcoa, líkt og fram hefur komið hér á síðunni. Vikan var notuð til þess að undirbúa kynningarefni, atkvæðagreiðslur og kynningarfundi sem munu fara fram í næstu viku. Vegna samkomutakmarkana verða kynningarfundi með rafrænum hætti en fjöldi funda standa starfsfólki Alcoa til boða þar sem RSÍ og AFL munu fara yfir málin. Félagsfólki stendur hins vegar einnig til boða að fara yfir rafræna kynningu sem verður aðgengileg starfsfólki á staðnum.

Við vekjum athygli á að kauptaxtaskrá RSÍ fyrir árið 2021 er aðgengileg á heimasíðunni, smelltu hér. Kaupskráin sýnir marga launataxta í kjarasamningum sem RSÍ gerir, er ekki tæmandi en sífellt að fjölga þeim launatöflum sem birtar eru. Hvetjum félaga okkar til þess að yfirfara launakjör sín og bera saman við þá taxta sem gilda á markaði. Einnig er nauðsynlegt að rýna í önnur réttindi sem kjarasamningar innihalda. Rétt er að vekja athygli á við launagreiðanda ef einhver frávik eru en leita til RSÍ skili það ekki árangri.

Möguleikar til styttingar vinnuvikunnar geta verið þó nokkrir. Þó nokkuð er um fyrirspurnir til starfsfólks RSÍ um hvernig ferlið er og hvetjum við ykkur öll til þess að skoða á ykkar vinnustað hvort mögulegt sé að stytta vikulegan vinnutíma. Styttri vinnuvika án skerðingar launa getur svo sannarlega skilað bættum lífsgæðum. Sé ekki búið að skoða möguleikana þá er svo sannarlega tilefni til að skoða málin. 

KÞS

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?