Skogarnes123

 

 

 

Þriðjudaginn 29. júní kl 9:00 verður opnað fyrir bókanir á tjaldstæðum á Skógarnesi og í Miðdal til þriðjudagsins 10. ágúst. 

Banner Kjarasamningur undirritadurÍ kvöld var skrifað undir kjarasamning við ISAL en fyrri samningur rann út þann 1. júní síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum hjá ISAL síðar í vikunni. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2021 til loka árs 2026 og því langur samningstími eftir að gerðir voru tveir stuttir samningar á síðasta ári og því kærkomið fyrir starfsfólk að fá meiri fyrirsjáanleika hvað launakjör varðar en ekki síður fyrir ISAL að hafa stöðugra rekstrarumhverfi. Það verður síðan starfsfólk ISAL sem mun greiða atkvæði um kjarasamninginn. 

rafidnadarsambandid rautt

Af gefnu tilefni vekjum við athygli á að eingöngu er heimilt að koma sér fyrir á því stæði sem búið er að bóka og greiða fyrir. Við höfum heyrt af ánægju félaga okkar með bókunarkerfið en til að það virki þurfa allir að fara eftir settum reglum. Einnig ítrekum við að óheimilt er að bæta við ferðavögnum á bókuð stæði nema að höfðu samráði við umsjónarmenn. Brot á þessum reglum geta varðað brottrekstur af svæðinu. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar, bestu kveðjur umsjónarmenn

 

asi rautt

Formannafundur ASÍ fordæmir með öllu tilraunir til niðurbrots á skipulagðri verkalýðshreyfingu á Íslandi og varar sterklega við uppgangi gulra stéttarfélaga. Einkenni slíkra félaga er að þau eru undir áhrifavaldi atvinnurekenda, ýmist beint eða óbeint, sækja sér ekki styrk til heildarsamtaka launafólks heldur standa utan þeirra og gera aldrei ágreining í kjaradeilum. Slík félög eru þekkt fyrir að gera lakari kjarasamninga en frjáls og skipulögð verkalýðshreyfing og grafa þannig undan almennum launakjörum í landinu. Gríðarlegur munur er á lífskjörum almennings í löndum þar sem skipulögð verkalýðshreyfing hefur verið brotin á bak aftur annars vegar og í löndum þar sem verkalýðshreyfingin stendur styrkum fótum hins vegar. Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess munu standa hart gegn hvers konar tilraunum til að brjóta á bak skipulagða verkalýðshreyfingu, enda á verkalýðshreyfingin ríkan þátt í þeim lífsgæðum sem almenningur nýtur á Íslandi. Það er fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar að vinnandi fólk á rétt til launaðs sumarleyfis og þorri almennings hefur aðgengi að bæði heilbrigðisþjónustu og menntun.

Nýjasta dæmið um tilraunir til að fara gegn skipulagðri verkalýðshreyfingu eru samningar milli Play og hins Íslenska flugstéttarfélags sem ætlað er að móta ramma utan um kjör flugfreyja- og flugþjóna hjá flugfélaginu Play. Samningarnir kveða á um lakari kjör og réttindi en hafa þekkst á íslenskum vinnumarkaði og enn er á huldu hvort þeir hafa verið samþykktir af vinnandi fólki sem á allt sitt undir þeim, líkt og lög og leikreglur á vinnumarkaði gera ráð fyrir. Formannafundur ASÍ kallar einnig eftir því að Samtök atvinnulífsins og Samtök aðila í ferðaþjónustu fordæmi framgöngu Play og sendi út skýr skilaboð um að þessi háttsemi verði ekki liðin á íslenskum vinnumarkaði.

Krafan er skýr: að Play gangi til kjarasamninga við það launafólk sem á að vinna samkvæmt þessum kjarasamningum, sá samningur verði lagður í dóm starfsfólks og þar með verði leikreglur á íslenskum vinnumarkaði virtar. 

 

elkemAtkvæðagreiðslu um kjarasamning sem RSÍ ásamt öðrum stéttarfélögum gera við Elkem Ísland á Grundartanga lauk í dag. Þátttaka í atkvæðagreiðslu var tæp 72% og var samningurinn samþykktur með rétt tæpum 60% greiddra atkvæða.

Á kjörskrá voru 103

Þeir sem kusu voru 74 eða 71,84%

Af þeim sem kusu sögðu 44 já eða 59,46%

Af þeim sem kusu sögðu 29 nei eða 39,19

Auður og ógildir voru 1 eða 1,35%

Samningurinn telst því samþykktur.

rafidnadarsambandid rautt

1. júní kl 9:00 verður opnað fyrir bókanir á orlofshúsum frá 28.08.2021 til 07.01.2022. 

asi rautt 

Í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um íslenskan vinnumarkað er að finna ítarlega greiningu á áhrifum COVID-veirufaraldursins á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur reyndist minni en óttast var í fyrstu skilur Covid kreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði. Hagstofan áætlar 6,6% samdrátt á síðasta ári en ekki er langt síðan spáaðilar töldu líklegt að samdrátturinn yrði nær 8%. Þar skipti sköpum sterk fjárhagsstaða heimila í aðdraganda kreppunnar en heimilin gátu viðhaldið útgjöldum m.a. í gegnum aukna skuldsetningu, úttekt séreignarsparnaðar og úrræði á borð við frestun lánagreiðslna. 

Þótt efnahagsleg áhrif reyndust mildari en óttast var í fyrstu endurspeglar það ekki að fullu þær hamfarir sem riðu yfir vinnumarkaðinn. Fyrir liggur að þau störf sem töpuðust voru að stærstum hluta láglaunastörf. Þannig voru þeir sem misstu störf í kjölfar Covid-19 að jafnaði með um 26% lægri laun en aðrir fullvinnandi einstaklingar. Það er ólíkt því sem gerðist í fjármálahruninu 2008 þegar launasamdráttur var mestur í tekjuhærri atvinnugreinum. Tekjufall atvinnuleitenda var verulegt, eða að jafnaði um 37% á fyrstu mánuðum atvinnuleysis. Byrðar samdráttarins dreifðust þannig á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum.  

Fjallað er um þróun atvinnuþátttöku, breytingu á samsetningu atvinnulausra og rætt um hættuna á auknu kerfislægu atvinnuleysi eftir að heimsfaraldri líkur. Dregið hefur lítillega úr atvinnuþátttöku síðastliðna áratugi og breyting orðið á samsetningu þar sem atvinnuþátttaka eldri aldurshópa hefur minnkað á meðan atvinnuþátttaka ungmenna hefur aukist. Þar hefur þróunin verið mest utan höfuðborgar þar sem samsetning starfa hefur tekið umtalsverðum breytingum.

Í skýrslunni er komið inn á hlutverk íslenska atvinnuleysistryggingakerfins í virkni og eflingu atvinnuleitenda. Þar er að finna tillögur m.a. um umbætur atvinnuleysistrygginga auk þess sem stjórnvöld eru hvött til að huga að bættri stefnumótun í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum. Lögð er sérstök áhersla á aðgerðir til að bregðast við vanda óvirkra ungmenna og lagt til að tekin verði upp sérstök ungmennatrygging, úrræði sem tryggir óvirkum ungmennum ráðgjöf, störf, úrræði, nám eða starfsþjálfun án tafar.

Ritið unnu sérfræðingar á sviði stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ og er þar lýst aðstæðum á vinnumarkaði rúmu ári eftir að gripið var til víðtækra sóttvarnaraðgerða um heim allan til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

rafidnadarsambandid rautt

Mikill fjöldi umsókna var um orlofshús RSÍ í sumar og því var ákveðið að taka á leigu hús á Hvammstanga sem stendur félagsmönnum okkar til boða. Tekin var ákvörðun um að gefa þeim sem fengu synjun á umsókn um sumarleigu kost á að sækja um áður en opnað var fyrir almennar bókanir. Að úthlutun lokinni eru þrjár vikur lausar, fyrstu tvær vikurnar í júní og síðasta vikan í ágúst. Við vonum að einhverjir geti nýtt sér þennan tíma. Í húsinu, sem er 112 fm að stærð, eru 3 svefnherbergi, eitt hjónabergi og tvö minni með tveimur einbreiðum rúmum. Eldhús og stofa eru samliggjandi og vísa í vestur með útsýni yfir hafið. Verið er að ganga frá verönd við húsið sem verður tilbúin þegar húsið fer í útleigu 28.05.2021, sjá nánari lýsingu smella hér

elkem 

 

Kosningar um nýgerðan kjarasamning við Elkem Ísland hefjast klukkan 12:00 þriðjudaginn 25. maí og lýkur klukkan 12:00 miðvikudaginn 2. júní 2021.

Um er að ræða kjarasamning milli Elkem ísland ehf. annars vegar og Rafiðnaðarsambands Íslands, Félag iðn-og tæknigreina, Verkalýðsfélags Akraness, VR, og Stéttarfélags Vesturlands hins vegar.

Kosið er í rafrænni kosningu í gegnum island.is og þarf að nota rafræn skilríki til þess að kjósa en eftir innskráningu er hægt að lesa kynningu á samningnum og síðan að kjósa um hann.

Slóð á kosning er hér.

 

orlofslog

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:

Orlofsuppbót 2021 á almenna markaðnum....... kr. 52.000

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.

Orlofsuppbót innifelur orlof, eru föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?