Fréttir frá 2020

06 9. 2020

Kjaraviðræður hjá Norðuráli

rafidnadarsambandid2Kjaraviðræður halda áfram vegna endurnýjunar kjarasamnings verkalýðsfélaganna við Norðurál. Samningurinn rann úr gildi um síðustu áramót og hefur kjaradeilunni verið vísað til Ríkissáttasemjara eftir 16 samningafundi áður en deilunni var vísað. Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara þar sem farið var yfir þann gang sem hafði verið í viðræðunum. Krafa starfsfólks er að halda inni þeirri tengingu sem viðhöfð hefur verið á fyrirkomulagi launahækkana. Síðastliðinn samningstíma hafa laun hækkað í samræmi við launavístölu Hagstofunnar. Iðnaðarmenn hafa jafnframt unnið að breytingum sem koma sérstaklega til hagsbóta fyrir félagana, sjaldan hefur verið jafn mikil þörf fyrir endurmenntun og að við fylgjumst vel með þeim tæknibreytingum sem eru í gangi, en það er í þessu eins og áður ekkert fast í hendi fyrr en blekið er komið á kjarasamning.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?