Fréttir frá 2020

05 28. 2020

Tjaldsvæðin opið á bókanir

orlofslogOpnað hefur verið á bókanir á tjaldsvæðin á Skógarnesi og í Miðdal. Nú er nauðsynlegt að bóka ákveðin tjaldstæði áður en komið er á staðinn. Farið er inn á orlof.is/rafis þar sem félagar skrá sig inn og bóka tjaldstæði líkt og um orlofshús sé að ræða. 

Til að velja sér tjaldsvæði á orlofshúsavefnum:

Hægt er að sjá svæðisskipulagið með því að fara inn á Öll ORLOFSHÚSIN og leita með leitarstikunni að „tjaldstæði“ og þá opnast möguleikar til að skoða nánar, þar undir er svæðisskipulagið.

Til að velja tjaldstæði þarf að fara inn á LAUS TÍMABIL og velja þar í felliglugganum undir flokkur, tjaldsvæðið í Miðdal eða á Skógarnesi. Þegar valið hefur verið svæði þá opnast nokkrir möguleikar á tjaldstæðum (númeruð) Þarna er hægt að fara beint í það að velja dagana eða að ýta á stæðið sjálft og þá opnast ný síða þar sem einnig er hægt að sjá svæðisskipulagið. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?