Fréttir frá 2020

03 3. 2020

Morgunverðarmálþing ASÍ 4. mars

Jofnudur og velferd 2020

Á málþinginu verður fjallað um velferð, jöfnuð og réttlæti í tengslum við loftslagbreytingar og þær aðgerðir sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Málþingið er liður í fundaröð ASÍ um umhverfis- og loftslagsmál.

Tímasetning: 4. mars, 08:30-10:30 (morgunverður frá kl. 08:00)

Staðsetning: Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52. Salur 4-5

Dagskrá

08:30 Inngangsorð - Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ

08:40 Opinber fjármál og loftslagsbreytingar - Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

08:55 Viðbrögð við loftslagsbreytingum og velsæld - Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ

09:15 Grænir skattar - Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði við HÍ

09:40 Pallborð

Þátttakendur: Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræðum, Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði, Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ.

Einnig verða stutt innslög sem varpa frekara ljósi á málefnið en þar mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarðvísindum við HÍ svara nokkrum spurningum.

Fundinum verður streymt á vefsíðu ASÍ og Facebook

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?