Fréttir frá 2020

02 7. 2020

Auglýsing fyrir stjórnarkjör FÍS 2020

fis

Stjórnarkjör

Skv 34. grein félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðalfund ár hvert auglý sa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 23. og 24. gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi, auk þess fjórir menn til vara. Einnig skal kjósa þrjá menn í trúnaðarráð og þrjá til vara, tvo endurskoðendur og einn til vara og tvo menn í kjörstjórn.

Til að bera fram lista eða tillögu til stjórnarkjörs, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa, þarf skriflega staðfestingu þeirra sem á listanum eru. Komi aðeins fram einn listi eða tillaga um menn í trúnaðarstöður,þarf kosning ekki að fara fram.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2020

Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins Stórhöfða 31
merkt: Stjórnarkjör FÍS

 

Stjórn Félags íslenskra Símamanna

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?