rafidnadarsambandid rautt

Miðvikudaginn 1. júlí verður opnað fyrir bókanir á orlofshúsum fyrir tímabilið 28.08.2020-08.01.2021. Í gildi reglan "fyrstur kemur fyrstur fær"

rafidnadarsambandid rautt

Skrifstofa RSí verður lokuð vegna sumarleyfa frá 20.júlí til og með 31. júlí. Því þarf að skila inn umsóknum um styrki og sjúkadagpeninga í síðasta lagi föstudaginn 10. júlí. Styrkir verða greiddir út 16. júlí og sjúkradagpeningar 30. júlí. 

ASI verdlagseftirlit rautt

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á vaxtaþróun sýnir að húsnæðisvextir lánastofnana hafa lækkað mikið síðasta eitt og hálfa árið eða á tímabilinu 1. janúar 2019 til 7. júní 2020. Viðskiptabankarnir hafa í sumum tifellum tekið fram úr lífeyrissjóðunum og bjóða stundum upp á betri vaxtakjör en lífeyrissjóðirnir sem er öfugt við það sem áður var þegar lífeyrissjóðirnir voru með mun betri vaxtakjör en bankarnir. (sjá meira smella hér)

Golf Middalur 2020Eins og félagsmönnum er kunnugt hefur Rafiðnaðarsamband Íslands átt í löngu og góðu samstarfi við Golklúbbinn Dalbúa, sem rekur golfvöllinn í Miðdal við Laugarvatn, um þjónustu við félagsmenn Rafiðnaðarsambandsins. Undanfarin ár hefur þetta samstarf m.a.leitt til þess að þeir sem hafa gist í orlofshúsum sambandsins í Skógarnesi við Apavatn og í Miðdal hafa geta notað golfkort sem fylgja húsunum til að stunda golf á velli Dalbúa sér að kostnaðarlausu.

Nú hefur samningur um samstarf Rafiðnaðarsamband Íslands og golfklúbbsins Dalbúa verið endurnýjaður fyrir árið 2020. Á grundvelli hans mun golfklúbburinn veita félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands 50% afslátt (eða 2 fyrir 1) af vallargjöldum á velli Dalbúa gegn framvísun félagsskírteinis. Þá býður golfklúbburinn félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands einnig 50% afslátt fyrir tvo við nýskráningu sem félagar í Dalbúa.

(Ekki er veittur afsláttur af gjaldi sem golfklúbburinn þarf að greiða til GSÍ fyrir hvern félagsmann, en ef viðkomandi er aðili að öðrum golfklúbbi innan GSÍ fellur það gjald niður.)

Félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands eru eindregið hvattir til að kynna sér þennan möguleika til golfiðkunar í fallegu umhverfi.

Frekari upplýsingar um golfklúbbinn er að finna á heimasíðunni dalbui.is, en félagsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands geta m.a. notfært sér þetta tækifæri og sótt um aðild að golfklúbbi Dalbúa með einföldum hætti í gegnum heimasíðuna eða með tölvupósti á dalbui@dalbui.is

bordar 1300x400 12Á föstudag fór fram árlegur sambandsstjórnarfundur RSÍ. Á fundinum var farið yfir rekstur RSÍ og er skýrsla miðstjórnar birt í kjölfar fundarins. Skýrslan fangar helstu verkefni sem RSÍ hefur verið að sinna auk þess sem fjallað er um helstu sjóði RSÍ. Hvetjum áhugasama til að skoða skýrsluna, smellið hér.

rafidnadarsambandid2Kjaraviðræður halda áfram vegna endurnýjunar kjarasamnings verkalýðsfélaganna við Norðurál. Samningurinn rann úr gildi um síðustu áramót og hefur kjaradeilunni verið vísað til Ríkissáttasemjara eftir 16 samningafundi áður en deilunni var vísað. Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemjara þar sem farið var yfir þann gang sem hafði verið í viðræðunum. Krafa starfsfólks er að halda inni þeirri tengingu sem viðhöfð hefur verið á fyrirkomulagi launahækkana. Síðastliðinn samningstíma hafa laun hækkað í samræmi við launavístölu Hagstofunnar. Iðnaðarmenn hafa jafnframt unnið að breytingum sem koma sérstaklega til hagsbóta fyrir félagana, sjaldan hefur verið jafn mikil þörf fyrir endurmenntun og að við fylgjumst vel með þeim tæknibreytingum sem eru í gangi, en það er í þessu eins og áður ekkert fast í hendi fyrr en blekið er komið á kjarasamning.

rafidnadarsambandid2Síðastliðinn föstudag, þann 5. júní, fór fram sambandsstjórnarfundur RSÍ þar sem Margrét Halldóra Arnarsdóttir var kjörin sem varaformaður RSÍ og tekur við af Borgþóri Hjörvarssyni. Margrét er því fyrsta konan sem sinnir embætti varaformanns hjá RSÍ frá stofnun sambandsins. RSÍ fagnar 50 ára afmæli á árinu og því svo sannarlega kominn tími til að þessum tímamótum sé náð. Óskum við bæði Margréti og RSÍ til hamingju með þennan stóra áfanga.

 

 rafidnadarsambandid rautt

 Föstudaginn 5. júní er starfsfólk RSÍ á Sambandsstjórnarfundi frá 10:00-16:00. Þeir sem þurfa að heyra í okkur í dag eru beðnir um að skilja eftir skilaboð í móttöku og við hringjum til baka. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst (smella hér)

Apavatn2009(10)

Minnum félaga okkar, sem hyggja á útilegu um helgina í góða veðrinu, á breytt fyrirkomulag vegna greiðslu fyrir tjaldstæði í Miðdal og á Skógarnesi. Bóka þarf tjaldstæði fyrirfram, bókað er á orlofsvefnum,innskráning með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Yfirlitsmyndir af svæðunum eru á vefnum.

rafidnadarsambandid2Í líðandi viku hefur starfsemi sífellt færst nær eðlilegra horfi. Samfélagsleg smit veirunnar eru lítil og sá árangur náðist að eingöngu eitt virkt smit er í samfélaginu þegar þetta er skrifað. Þetta er hins vegar ekki búið, við verðum að halda áfram aga í hreinlæti og sóttvörnum til þess að tryggja að veiran dreifi sér ekki í miklum mæli aftur. Sé horft til annarra landa þá eru blikur á lofti í Suður Kóreu þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar er gripið til aðgerða til að stemma stigu við þeirri útbreiðslu.

Við sjáum það hjá okkur að staðan getur breyst snöggt og því vissara að hafa áfram varann á og halda hreinlæti áfram miklu. Þetta verður að gera til þess að tryggja öryggi starfsmanna á vinnumarkaði. Fyrirtækjunum ber að tryggja hreinlætisaðstöðu og starfsfólk á ekki að láta það óáreitt ef brotalöm er þar á! Ræðið við öryggistrúnaðarmann, trúnaðarmann eða skrifstofu RSÍ og fáið ráðleggingar og aðstoð.

Nú eru fjölmörg mál til umræðu á Alþingi, mörg mikilvæg í þeirri aðstöðu sem samfélagið er. Unnið er að því að tryggja launafólki launagreiðslur þrátt fyrir erfiðleika. Fyrirtæki munu geta sótt stuðning frá hinu opinbera til þess að tryggja að mögulegt sé að greiða laun á uppsagnarfresti, að skýrum skilyrðum uppfylltum. Þetta er mikilvægt. Það er enn mikilvægara að tryggja réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Það er gríðarlega mikilvægt að tryggja áfram launakjörin. ASÍ hefur beitt sér mjög markvisst til að tryggja að svo verði áfram og því munum við halda áfram!

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til breytingar á lögum um almannatryggingar. Þar er verið að leggja til breytingar til að bregðast við þeirri takmörkun sem hefur verið á aðgengi launafólks að hálfum lífeyri. Nú er það svo að eingöngu þeir tekjuhæstu hafa geta nýtt sér úrræðið um hálfan lífeyri. Það hefur gert það að verkum að afar fáir hafa nýtt sér þetta úrræði. Verulega jákvæð breyting ætti að verða á sem gerir tekjulægri hópum kleyft að nýta sér þetta úrræði um að hefja töku hálfan lífeyri.

Þess ber þó að geta að vart er hægt að styðja við þetta frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að taka á upp tekjuskerðingar í hálfum lífeyri. Þrátt fyrir þær deilur sem hafa staðið um lögmæti skerðinganna gagnvart lífeyrisþegum þá virðist Alþingi ætla að stíga enn eitt skrefið gegn launafólki, gegn lífeyrisþegum. Frumvarpið gengur út á að taka upp jafn grimmar skerðingar sem við höfum gagnrýnt á undanförnum árum og áratugum.

Fari svo að frumvarpið verði samþykkt fæ ég ekki betur séð en að hálfur lífeyrir muni vart standa okkar félögum til boða nema með verulega lækkun ráðstöfunartekna. Nú þegar störfum fækkar á vinnumarkaði hefði verið mögulegt að bjóða fólki upp á að hefja töku hálfs lífeyris en samt sem áður taka þátt að hluta á vinnumarkaði. Með þessu hefði verið hægt að fækka þeim sem eru í atvinnuleit eða mögulega missa starf á komandi mánuðum.

Við gerum kröfu til þess að þessari tekjutengingu verði hafnað á Alþingi en á sama tíma verði launafólki gert kleyft að hefja töku hálfs lífeyris samhliða hlutastarfi án frekari takmarkana. Það verður að tryggja landsmönnum nægilegar ráðstöfunartekjur til þess að halda hjólum samfélagsins gangandi!

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?