Fréttir frá 2019

09 22. 2019

Kjaraviðræður halda áfram - #MeToo ráðstefna

rafidnadarsambandidEnn halda kjaraviðræður áfram. Í vikunni var fundað með fulltrúum Landsvirkjunar, ISAL, Orkuveitu Reykjavíkur og fulltrúum ríkisins svo eitthvað sé nefnt. Viðræður ganga misvel en er það von fulltrúa RSÍ að tíðinda fari að vænta innan skamms. 

Miðstjórn RSÍ var með vinnufund á Selfossi undir lok vikunnar þar sem unnið var með stefnumótun innra starfsins auk þess sem unnið var með hin ýmsu mál sem tengjast starfi sambandsins og aðildarfélaga. Skipað var í starfsnefndir miðstjórnar, siðareglur RSÍ ræddar auk fleiri málefna.

Í vikunni var stór ráðstefna í Hörpu þar sem fjallað var um #MeToo en ráðstefnan var sótt m.a. af fulltrúum úr verkalýðshreyfingunni. Á þingi RSÍ var haldin rakarastofa þar sem jafnréttismál voru rædd en eins og fram hefur komið þá ákvað þing RSÍ að RSÍ verði bakhjarl UN Women á Íslandi næstu fjögur árin. Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálar jafnréttis.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norrænt tengslanet um fullorðinsfræðslu stóðu fyrir ráðstefnu um raunfærnimat í atvinnulífinu. Fjallað var um tilraunaverkefnið “Raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins”.

 

Fundur var haldinn í miðstjórn ASÍ en rétt er að vekja sérstaka athygli á ályktun sem send var frá miðstjórninni um þær skattkerfisbreytingar sem komu fram í fjárlagafrumvarpinu. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?