Fréttir frá 2019

09 15. 2019

Kjaraviðræður, minningarmót Stefáns Ó

rafidnadarsambandid2Helst er það að frétta af starfi síðustu viku að fundir voru haldnir vegna endurnýjunar kjarasamninga RSÍ við Rarik, ISAL sem og fleiri vinnufundir vegna annarra kjarasamninga. 

Vinnustaðaeftirlit hefur verið eflt hjá RSÍ og öðrum iðnfélögum á Stórhöfða á undanförnum mánuðum með ráðningu sameiginlegs eftirlitsfulltrúa. RSÍ tekur auk þess þátt í sameiginlegu eftirliti víðar um landið í samstarfi við önnur stéttarfélög innan ASÍ. Eftirlitið fer því fram víðsvegar um landið. Af eftirlitsferðum vikunnar má nefna að fulltrúar okkar fóru víða um Höfuðborgarsvæðið en auk þess var farin ferð á Suðurlandið, Vestamannaeyjar svo dæmi séu nefnd. 

Æfingar til undirbúnings EuroSkills keppni næsta árs eru hafnar enda krefst þátttaka í keppni sem þessari mikils undirbúnings. 

Fundur var með fulltrúum ríkisstjórnarinnar þar sem farið var yfir stöðu málefna sem ríkisstjórnin skuldbatt sig til þess að vinna framgang í tengslum við kjarasamningana í sumar. 

Í morgun var síðasta golfmót sumarsins þar sem Minningarmót Stefáns Ó. Guðmundssonar var haldið á Kálfatjarnarvellinum á Vatsnleysuströnd. Stefán Ó. heitinn var mikill golfunnandi og var mikill drifkraftur hvað varðaði að halda skemmtileg golfmót fyrir félagsmenn RSÍ, Spennugolfið sem og haustmót RSÍ. Mótinu hefur verið stýrt af Guðbirni Ólafssyni og Helga Einarssyni um árabil og ætíð af mikilli fagmennsku. Mótið í dag var engin undantekning frá því, vel heppnað og skemmtilegt. Veðrið setti þó strik í reikninginn en úrhellisrigning var í morgun en stytti upp á meðan á leik stóð, að mestu.

 Minningarmot 2019 3

Í næstu viku verða  að minnsta kosti samningafundir vegna kjarasamninga við Landsvirkjun, Landsnet OR (og dótturfélög), ISAL. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?