Fréttir frá 2019

09 4. 2019

Efling iðnnáms, eða hvað?

rafidnadarsambandid2Á undanförnum árum og áratugum hafa alþingismenn og ráðherrar svo gott sem keppst um að tala sem fallegast um eflingu iðnnáms. Núverandi ráðherra er þar á meðal og hefur hún staðið að því meðal annars að reyna að auka aðsókn í kennslufræði fyrir iðnmeistara (sem sagt búa til fleiri kennara til að kenna greinarnar okkar) sem er vel. Á síðasta ári sáum við verulega aukningu á aðsókn í iðnnám í framhaldsskólunum sem var verulega ánægjulegt. Sumir skólanna ef ekki flestir þurftu reyndar að vísa nemendum frá vegna fjölda takmarkana.

Nú heyrast af því fréttir, bæði á síðustu vorönn og nú haustönn, að enn fleiri nemendum hafi verið vísað frá sökum þess að fjármunir sem ríkið leggur til skólanna hafi klárast og í raun sú fjölgun sem varð síðasta haust hafi orðið til þess að skólarnir hafi mögulega notað fjármagn komandi anna til að taka á móti nemendum það árið. 

Þetta þýðir að sú aukna aðsókn sem kom dregur í raun úr fjölda nemenda á næstu önnum. Þetta getur ekki verið markmið ráðherra til eflingar á iðngreinum. Við þurfum á fleiri iðnmenntuðum einstaklingum út á vinnumarkaðinn og við þurfum að tryggja nemendum nám við hæfi, aðgang að námi sem skilar sér í auknum tekjum úti á vinnumarkaði, meira atvinnuöryggi en ekki síður auknum tækifærum í áframhaldandi menntun í framtíðinni. Það er bráðnauðsynlegt að stjórnvöld rýni betur í stöðuna og bregðist við með auknum fjármunum og geri skólunum kleyft að taka við fleiri nemendum í iðngreinarnar. Núverandi fyrirkomulag er ekki til þess fallið að stuðla aukinni aðsókn líkt og kallað er eftir. Látum raunverulegar aðgerðir fylgja í kjölfar ræðanna.

Kristján Þórður

Formaður RSÍ

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?