Fréttir frá 2019

08 22. 2019

Kjarasamningur við Já undirritaður

rafidnadarsambandid2

Í gær var skrifað undir kjarasamning við Já. Samningurinn byggir á þeim samningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði, kauptaxtar hækka um 90.000 kr á samningstímanum, almenn launahækkun til þeirra sem ekki taka laun samkvæmt kauptöxtum er 68.000 kr. á samningstímanum. Stytting vinnutímans verður framkvæmd með þeim hætti að vinnutími styttist um 10 mínútur á dag eða samtals 50 mínútur á viku. Nánari útfærsla á framkvæmdinni verður í höndum starfsmanna og fyrirtækis.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst þriðjudaginn 27. ágúst og lýkur 5. september. Kjarasamningurinn verður kynntur starfsmönnum og verða kynningarfundi auglýstir sérstaklega. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?