Í frétt sem birtist í gærkvöldi er farið með miklar rangfærslur um atkvæðagreiðslu um kjarasamning aðildarfélaga RSÍ við SA//SART. Þar er því haldið fram að félagsmenn Grafíu hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um þennan kjarasamning en slíkt er kolrangt og fráleitt að halda slíku fram. Félagsmenn Grafíu greiddu atkvæði um sinn kjarasamning og hafði því engin áhrif á atkvæðagreiðslu félagsmanna RSÍ.