Fréttir frá 2019

04 17. 2019

Stuðningur RSÍ við málshöfðun Gráa Hersins vegna skerðinga

GraiHerinn

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands ákvað á fundi að styðja vel við bakið á Gráa hernum í baráttunni við stjórnvöld vegna þeirra grimmilegu skerðinga sem viðhafðar eru gagnvart þeim sem eru á ellilífeyri. Það er með öllu óásættanlegt að sparnaður sé skertur og með þeim hætti unnið gegn þeirri skynsemi fólks að leggja fyrir og sýna þar með forsjárhyggju fyrir efri ár. 

Miðstjórn RSÍ ákvað að leggja til eina og hálfa milljón í málsóknarsjóð Gráa hersins og lýsir yfir vilja til að leggja meira til ef þörf verður á. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?