Fréttir frá 2019

03 21. 2019

Stuðningsyfirlýsing við verkfallsaðgerðir Eflingar og VR

asi rautt

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar-stéttarfélags og VR sem fara fram á félagssvæði beggja félaga næstu vikur. Þær aðgerðir tengjast kjaradeilu félaganna vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsfólks á hótelum og hjá rútufyrirtækjum, sem rann út um síðustu áramót. 

Það er grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör. Sá réttur er óvéfengdur og allar tilraunir til að grafa undan honum með verkfallsbrotum er alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks. 

Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og koma í veg fyrir að verkfallsbrot verði framin.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?