Fréttir frá 2019

03 28. 2019

Skotmót RSÍ

rafidnadarsambandid2

Laugardaginn 30. mars verður haldið .22LR veiðirifflamót RSÍ í húsnæði Skotfélagi Kópavogs (undir íþróttahúsinu Digranesi)

Skotið verður á 30 skotmörk á 50m liggjandi, skottími 20 mínútur. Leyfilegt er að skjóta eins marga æfinga-skífur og hver þarf á þeim tíma.

Flokkar riffla:

Varmint: 
Hver sá riffill ( með lás og tómt magasín ) sem vigtar ekki yfir 5,5 kg., sjónauki og tvífótur telur með.
Engar takmarkanir eru gerðar á sjónauka og stækkun þeirra eða skefti.

Heavy Varmint:
Hver sá riffill ( með lás og tómt magasín ) sem vigtar ekki yfir 7,5 kg. með sjónauka og tvífæti.
Engar takmarkanir eru gerðar á sjónauka og stækkun þeirra eða skefti.


Búnaður:
Rest:

Ekki er leyfilegt að nota rest, einungis tvífót sem má að hámarki vera með 5 cm X 5 cm fótspor. Sá búnaður tekin tekin með í vigt riffils. 
En engar þyngdartakmarkanir eru á þeim búnaði.

Stuðningur við aftur skefti:

Enginn aukalegur stuðningur við afturskefti er leyfilegur þ.m.t. sandpokar og einfætur (monopod). Einungis má nota öxl og stuðning frá hendi.

Skráning fer fram með að senda póst á: adam@rafis.is Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti miðvikudaginn 27. mars.


Dagskrá : 
1 riðill kl 10:30 6 brautir 
2 riðill kl 11:00 6 brautir 
3 riðill kl 11:30 6 brautir 
4 riðill kl 12:00 6 brautir
5 riðill kl 12:30 6 brautir


Verðlaunaafhending kl. 12:50 !!!

Mæting er 20 mín. fyrir brautartíma til að hægt sé að vigta byssur og fara yfir reglur.

Mótsgjald er kr. 1.000.- greiðist á staðnum.

Yfirdómari er Guðrún Hafberg marfaldur Íslandsmeistari í skotíþróttum. 
Keppnisstjóri Guðmundur Guðmundsson

Reglur ! 
1) Hafa byssur í töskum þegar komið er með þær á staðinn. 
2) Öryggisspotti í hlaupi og meðhöndla skal byssuna eins og hún sé hlaðin
3) .22LR "High Velocity" skot eru EKKI leyfð ! 
( einungis má nota skot sem fara undir hljóðhraða ) 
4) Skotmanni er skylt að hlýða dómara og keppnisstjóra 
5) Brot á þessum reglum getur varðað brottrekstri úr keppni.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?