Fréttir frá 2019

02 22. 2019

ASÍ-UNG ályktar um aldurstengingu launa í kjarasamningum

ung

Ekkert um okkur án okkar!

Stjórn ASÍ-UNG hafnar alfarið órökstuddri aldursbundinni mismunun og ætlast til þess að byrjunarlaun miðist við 16 ára aldur. 

Í núverandi kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins við stéttarfélög verkafólks og verslunarmanna (innan ASÍ) er kveðið á um að starfsmenn undir 20 ára séu á lægri taxtalaunum en þeir sem eldri eru.  

Stjórn ASÍ-UNG telur óheimilt að mismuna einstaklingum sem sinna sömu eða jafnverðmætum störfum vegna aldurs.

ASÍ-UNG krefst þess að Samtök atvinnulífsins færi byrjunarþrepið niður í 16 ár og gæti þannig jafnræðis á vinnumarkaði. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?