Fréttir frá 2019

01 3. 2019

Iðnaðarmenn funduðu með SA í dag

rafis bordar 1300x400 04Í dag var samningafundur iðnaðarmannafélaganna með Samtökum atvinnulífsins haldinn. Þetta var fyrsti fundurinn á árinu en iðnaðarmenn hafa fundað með SA síðan í lok nóvember. Á þessum fundum hafa ýmsar kröfur félaganna verið ræddar en í dag var verklag næstu vikna rætt og ljóst að nokkuð stíft verður fundað næstu vikurnar. Samninganefnd RSÍ fundaði síðan seinnipartinn þar sem farið var yfir stöðu mála. Meðfylgjandi er mynd af samningafundi iðnaðarmanna með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins.

IMG 5789 11

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?